Texta hérLÖG FORELDRFÉLAGS LEIKHÓLA

Samþykkt á stofnfundi 21. nóv. 1991

1.gr Nafn félagsins er Foreldrafélag Leikhóla.

2.gr Félagar eru allir foreldrar eða forráðamenn barna á Leikhólum.

3. gr Tilgangur félagsins er:

a) að vinna að velferðarmálum barna

b) að auka samskipti og samstarf foreldra, barna og starfsfólks Leikhóla.

4.gr Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skipa hana fimm manns.

Æskilegt er að ekki fari fleiri en þrír úr stjórn í einu.

5.gr Aðalfund skal halda að hausti ár hvert og skal boða til hans með viku fyrirvara til þess að hann teljist löglegur.

6.gr Allir félagar skulu greiða árgjald og stjórn skal gera tillögu að árgjaldi og leggja fyrir aðalfund.

7.gr Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga verða að berast til stjórnar fyrir 15. október á hvert.